Ást er Svört Rós. Alexandra Mikova um sögu Metanoa.

Alexandra Mikova

„Ást er Svört Rós. Vegna þess að hún er mjög sjaldgæf, óvenjuleg og yfirnáttúruleg“~ Alexandra Mikova

Þessi fyrirsögn birtist í Web Stage um METANOA rósirnar. Við erum mjög þakklát fyrir allar athyglisverðu spurningarnar sem við fengum um ást, spennandi tilfinningar og fleira, sem við fengum í anda Febrúar – mánuð ástarinnar. Sérstaklega fyrir webstage.bg sagði eigandi METANOA Alexandra Mikova hennar eigin ástarsögu með dulrænu fegurð svörtu rósanna…

Enn aftur var okkur freistað að segja alla söguna um þessa þjóðsögulegu rós allt til dagsins í dag og við gáfum bestu ástæðuna fyrir því að METANOA rósin er mest spennandi gjöfin sem þú getur gefið honum/henni á Valentínusardag.

 

Lesa allt Valentínusarviðtalið:

„Svarta rósin er fædd í Afríku. Vegna sérstakrar tækni helst hún fersk, óspillt og ilmandi í meira en hálft ár og það þarf ekkert að vökva hana.“

Svartur er ekki týpískur litur fyrir blóm, hver er sagan á bakvið þessa rós?

Hvað segir Shakespeare um Rómeó og Júlíu? Að ástin deyr og getur ekki verið til í þessum heimi. Hún deyr vegna þess sem við höfum breytt okkur í. Samt trúi ég að það sé til fólk sem hefur lært að varðveita hana í langan tíma. Ég hef séð þau. Eins skrítið og það hljómar þá er Afrískur maður sem er fullur andagift af rósinni sem lifandi veru, getur haldið rósinni á lífi og býr til svörtu rósina. Sagan byrjar árið 1956. Holland var stærsti framleiðandi af rósum þá og þeir ákveða að fjarlægja genið í blómunum sem gefa þeim sterkan ilm. Ástæðan var mjög praktísk – ofnæmi sem flest vestrænt fólk hefur fyrir sterkum ilmum. Ástæða sem enn þann dag í dag hefur áhrif á rósirnar sem eru fluttar inn til Búlgaríu. Förum aftur til skapara fyrstu svörtu rósarinnar, hann vildi halda lífinu og lyktinni í rósunum, og varðveita þær í sjaldgæfasta litnum – svartur. Það er ekkert svartara en svart, segir Ives Saint Laurent og það er ekkert blóm sem er eins dulrænt og svarta rósin.

Hver er formúlan?

Ég veit að það er einkaleyfi á tækninni sem er notuð. Hins vegar get ég deilt litlu leyndarmáli með þér – hver svört rós inniheldur sameiningu af ástríðu, ljóðum og dulúð. Þetta breytist í samlíkingu af ást.

Hver er goðsögnin um Svörtu Rósina?

Þeir segja að rósir séu eins og konur. Eða öfugt. Það er ekki hægt að segja með vissu hvað kemur fyrst, en rósin hefur alltaf verið tákn fegurðar og ástar. Menn verða að afsaka mig hér, en fegurð hefur alltaf verið tengd við konur. Kannski er það ástæðan fyrir því að þjóðsögur um rósir hafa alltaf verið tengdar við fallegar konur.

Rósir eru frá Persíu, líka kallað „Gyulistan“, sem er hægt að þýða sem Garður af Rósum. Hins vegar er elsta þjóðsagan um rósir ekki fædd í Persíu, heldur Indlandi og er um gyðju heilsu og vellíðan, Lakshmi. Einu sinni var rós sem blómstraði og inni í því var gyðjan Lakshmi. Það var allt sem að verndari alheimsins, Vishnu, hafði beðið eftir. Hann flýtti sér að vekja hana með kossi. Og, auðvitað, endar sagan með hjónabandi. Eitt lítið smáatriði er það var ekki tilviljun að rósin blómstraði. Hún hafði 108 stór rósablöð og 168 lítil rósablöð. Vishnu hafði greinilega mikinn tíma til þess að vera að telja þau.

Þjóðsagan segir ekki hvað gerðist eftir að þau giftust. Kannski var Vishnu hryggur yfir því að hafa ekki misst úr rósablað eða tvö á meðan hann var að telja til þess að kaupa sér smá tíma. Eins og með allar svona sögur, þá getum við valið hvort við trúum að hún endi vel, eða að höfundurinn hafi ekki haft nógu mikið ímyndunarafl til þess að klára söguna.

Hvar fékkstu hugmyndina af þessu verkefni?

Sköpun Metanoa gaf mér tækifæri til þess að enduruppgötva kvenleika minn. Það var of mikið Yan í sjálfsævisögunni minni – lögfræðingur í orkugeiranum. Ég hef líklega fundið Yin samræmið í gegnum eldmóðinn í sköpun Metanoa. Ég hef alltaf haft þörf fyrir því að uppgötva heiminn í gegnum persónuleg verkefni. Það tók mikið hugrekki fyrir mig að byrja þetta verkefni vegna þess að ég hef aldrei verið blómastelpa (það sem einn vinur kallar mig nýverið) og hver ný byrjun fær mann til að horfast í augu við sína eigin vanhæfni. Svona skyndilegar breytingar í viðskiptum eru miklu auðveldari fyrir menn heldur en konur.

Flestum konum er kennt frá bernsku að forðast áhættur vegna hættunni á því að gera mistök. Okkur er kennt að brosa, passa okkur og vera fallegar eins og blóm. Mönnum, á hinn bóginn, er kennt að vera harðir, að klifra á toppinn og svo hoppa. Og þegar þeir verða fullorðnir, hvort sem þeir eru að stjórna fyrirtæki eða að bjóða konu út, þá eru þeir vanir því að taka áhættur. Með öðrum orðum er mönnum kennt að vera hugrakkir og konum – að vera fullkomnar. Ef konur gætu lært að lifa þægilega með göllum sínum, þá myndu þær hafa meiri tíma til þess að vera hugrakkar og ekki láta drauma sína bíða þangað til á morgun. Konur geta skilið fullkomnun eftir fyrir svörtu rósina og í staðinn fyrir að horfa á sig með gagnrýnum augum, geta þær horft á sig með augum mannsins sem gaf þeim Metanoa.

Hver eru skilaboð Metanoa?

Síðustu tvo áratugi hefur mannleg kunnátta aukist mikið hvað varðar tækni og rannsókn á efni. Ég skal gefa þér dæmi – Ferrari var stofnað árið 1929, en ef þú spyrð ömmu þína eða jafnvel pabba þinn hvenær þau heyrðu fyrst um þá myndu þau líklega svara einhvern tímann síðustu 20 árin. Það er ekki það sama með tilfinningar – hvort sem það kemur að því að finna fyrir þeim eða að tjá þær. Það er goðsögn að konur vilji að menn skilji þær. Sem kona get ég sagt, mjög ákveðið, að ég vil ekki að fólk skilji mig. Það er mér mjög mikilvægt að ég skilji sjálfa mig. Það sem allar konur vilja er að sjá aðdáun í augum mannsins síns, að líða eins og hún sé sú eina og að hún sé fullkomin. Það þýðir að gjöf fyrir konu hefur ekkert að gera með hluti heldur snýst það um að láta henni líða eins og hún sé guðdómlega einstök. Þess vegna er Metanoa de la rose ekki blómabúð. Metanoa er vörumerki fyrir þá sem vilja gefa viðhorf, til þess að láta einhverjum líða eins og hún sé sérstök og einstök, alveg eins og svarta rósin. Og vegna þess að auga fyrir smáatriðunum er alltaf tilfinningalegt, svarta rósin er alltaf gott val.

Hvaðan kemur allur þessi eldmóður?

Í teyminu okkar erum við oft að gera grín að því að það sem við gerum er meira skemmtun en viðskipti. Það er okkar ánægja að gefa tilfinningar og viðhorf. Fólk leyfir okkur að snerta ást þeirra, þessi sérstöku augnablik þegar við gleymum völundarhúsi daglegs lífs og hugsum um hamingju einhvers annars. Ólíkt öðrum fyrirtækjum sem leysa vandamál, erum við hjá Metanoa svo heppin að vera tengd við tilfinningar fólks, og þrá þeirra til að tjá þær og sýna þær. Viðskiptavinir sem eru að leita að réttu orðunum eða tjáningunni til þess að sýna hversu sérstök hún er fyrir þeim, sem vilja sjá hana brosa hvort sem það er tilefni til eða ekki. Gleymum ekki að allt er tengt ást, á einn eða annan hátt. Það er það sem gerir mann ánægðan með sjálfan sig. Hver gjöf er ást. Í hvert skipti sem við gefum, það er ást.

Ralph Emerson segir að sönn gjöf sé að gefa hluta af sjálfum sér. Og ef þú hugsar um gjafir langt, langt aftur í tímann, þá sérðu að allir gáfu af erfiði sínu – þeir sem ræktuðu vínvið gáfu vínvið eða vín, bændur gáfu af uppskerunni, gullsmiðir – skartgripi, ung stúlka – vasaklút sem hún saumaði út sjálf. Nú á dögum getum við ekki gert þetta eins mikið. Hvað getur lögfræðingur, hagfræðingur eða endurskoðandi gefið sem er ávöxtur erfiðis síns? Og jafnvel þó að við séum umkringd möguleikum í búðunum þá er ein mest spurða spurningin á Google á eftir „Hvað er glúten“ og „Hvað er fórnfýsi“ er „Hvað er ást“ og „Hvað er góð gjöf“

Hvernig bregst fólk fyrst við svona fegurð?

Ég hef enn ekki hitt manneskju sem er ekki hissa þegar hún sér Svarta Metanoa Rós. Eftir undrunina kemur yfirleitt spurning eins og til dæmis „ég trúi þessu ekki“ – „Er þetta alvöru rós“. „Er hún í alvöru svört“ , „Ég finn lyktina af henni“ , „Hvernig getur hún enst í 6 mánuði“. Þess vegna þegar Dilov ákvað að standa fyrir aftan rósina með sína orðheppni, byrjaði hann með „Ást er svört rós. Vegna þess að hún er ómælanleg, óvenjuleg og virðist ekki vera úr þessum heimi. Hún er í alvöru til, það er satt. Og hún er eins sjaldgæf og sönn ást.“

Jafnvel þó að svo margt hefur verið skrifað um ást af svo mörgum, þá hefur enginn getað flokkað hana. Alveg eins og þú getur ekki flokkað nákvæmlega hvað Metanoa er og hvað svarta rósin er. Hún er allt eða ekkert, það fer eftir því hvaða skilaboð einn sendir öðrum. Það er ekki tilviljun að nafnið er Metanoa de la rose, sem þýðir að rósin breytir því hvernig þú hugsar. Orðsifjafræðin er úr forngríska orðinu Metanoya, en í byrjun var það tengt „meta“ og „noir“ sem þýðir fyrir handan þess svarta.

Fyrir handan það svarta er bara alheimurinn sem ímyndunaraflið þitt getur skapað. Og gleymum ekki að skuggi hvítu rósarinnar er líka svartur.

Valentínusardagur er eftir nokkra daga, hvað viltu óska fólki?

Che Guevara sagði soldið sem mér fannst alltaf spennandi – „Í þessum erfiðu tímum, skulum við ekki gleyma léttleikanum í hjörtum okkar.“ Og ef svarta rósin gæti talað við þá sem fá hana sem gjöf myndi hún örugglega segja „Ég er rósin og þú ert þyrnarnir sem leifa engum öðrum að eiga mig. Svona fastur ert þú í hugsunum mínum. Veistu það? Ég held ekki…“.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Panta Núna