ALHEIMUR: GJÖFIN SEM LISTAVERK OG LISTIN AÐ GEFA

List er leyndarmál, ráðgáta ímyndunaraflsins sem er ekki hægt að ráða á einni lífstíð

„Gler er töfrandi efni og umbreyting þess með glerblæstri er bara hægt að líkja við Fönix sem rís upp úr öskunni.“

ANASTASIA ANDREEVA

ANDREEVA er þriðju kynslóðar listakona. Glerblástursmyndhöggvari og eina konan í Búlgaríu sem býr til og kennir þessa aðferð sem er hægt að nota í háskólum. Fræðiritgerðin hennar er í Centro Studi Vetro bókasafninu í Feneyjum. Í Október 2017 vann hún Trophee Jean-Charles Hachet Grand Prix Europeen d’Art Contemporain í París – verðlaun sem Cesar vann líka einu sinni.

Anastasia útskrifaðist úr National Academy of Arts í Gleri og Postulíni og Málmi, en hún segir með brosi að þessi sprenging í vinnunni hennar og ferli sé vegna hæfileika og hvetjandi ástarorku félaga hennar í bæði listum og í lífinu – Dr. Shpeizman.

2017)

„Ég er ein af þessum listakonum sem er hrifin af því að senda skilaboð til fólks. Bara innri heimurinn minn er sterkari en ég og stundum sést það í gegnum verkin mín. Ef fólk sér einhver skilaboð í verkum mínum og hlustar á þau, þá er ég mjög ánægð vegna þess að það þýðir að ég er ekki ein með þessar áhyggjur, langanir og drauma.“ – A. Andreeva.

GLER OG MÁLMUR

– Sameining tveggja efna sem virðast ekki eiga saman. Fyrir Anastasiu eru þau holdtekja anda og efnis, þau fullkomna hvort annað og, eins og ást, þá lagar heiðarleikinn óendanleika þeirra. Með þessari sameiningu hefur Anastasia búið til sum vinsælustu verk sín í Infamy seríunni, sem eru í glersöfnum í Coburg, Þýskalandi og Ebeltoft, Danmörku. Gler er efni sem, sama í hvaða ástandi það er, gefur forminu ótrúlega innri orku og fegurð, og listamaðurinn þarf að taka þá áskorun að finna leið til þess að tala sitt eigið tungumál.

ANASTASIA ANDREEVA & METANOA de la ROSE

Claude Debussy sagði einu sinni að list sé stærsta sjálfsblekking sem til er, eina sjálfsblekkingin sem býr til alvöru tilfinningar. Lygi sem býr til sannleika. Og þegar við höfum látið undan þessari blekkingu, verður hún töfrandi. List lífsins er að balansera það sem við viljum gefa okkur sjálfum og það sem við viljum gefa öðrum og heiminum (gjöf okkar til heimsins).

„Metanoa de la Rose hvatti mig til þess að búa til áherslu í hönnun minni á ALHEIMUR ilmvatninu. Hver hnöttur er búinn til með þessari frumlegu sameiningu glers og málms og er lítill alheimur, sérstakur á sinn hátt, án eftirmyndar eða hliðstæðu. Vegna þess að list er tímabundin, alveg eins og stjörnurnar á himninum og Svarta Rósin.“

 

 

HVERNIG ER ALHEIMUR SKAPAÐUR?

„Ég bjó til þessa egglaga smáalheima úr blásnu gleri blandað við málm – koparáhersla sem býr til skammyrðið Metanoa og „flýtur“ í alheiminum sem gylltur förunautur og sendiboði. Allir ættu að finna sinn eigin smáalheim.“

Til þess að búa til hvern hnött er litskiptisgler notað – gler, sem sýnir mismunandi liti regnbogans eftir því hvernig ljósið skín á það. Ferlið byrjar með því að blása litla blöðru sem hinum efnunum er svo bætt á varlega með tólum, svona hefur þetta verið gert í tvö árþúsund.

Tól sem eru notuð til þess að búa til hverja kúlu:

Pippa – ryðfrí stálpípa sem vefur glerið og blæs blöðruna í gegnum það.

Pointy – stálstafur sem er notaður til þess að rúlla formið á það til þess að laga endann sem var áður fastur við Pippuna.

Block – ausa úr við, sem getur verið mismunandi þver, til þess að endanlega laga rúmmálið.

Þyngdaraflið og hiti eru mjög mikilvægir þættir til þess að skapa úr gleri. Stóra glersárið utan um Pippuna er snúið stanslaust til þess að halda samræmi, og ef það er ekki rétt hitastig þá er ekki hægt að búa til rétta lögun – alveg eins og að búa til nýjan heim.

„Við erum listin fyrir þá list sem við erum“

 

Svarta Metanoa Rósin Þín

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Panta Núna