Ástin er Svört Rós

SAGAN OKKAR


Hún heitir Metanoa, úr forngrísku – Μετάνοια – sem þýðir tækifæri til þess að sjá eitthvað á allt annan hátt, að umbreyta sýn og hug, til þess að uppgötva nýjan heim sem er til að innan og allt í kring – heim sem maður hélt alltaf að væri til en gat aldrei verið viss. Rétt eins og Svarta Rósin… Þú vissir að hún væri til, þú hefur heyrt um hana svo oft, einhver nefndi hana við þig… já, hér er hún fyrir framan þig! Metanoa.

Ég er Alexandra…

Ég valdi Svörtu Rósina vegna þess að hún umbreytti í raun og veru heiminum mínum. Hún er raunveruleg, lifandi dzen koan. Rétt eins og að mæta bleikum fíl úti á götu eða bláum svan í baðkerinu… Og hún kennir mér að maður þarf að fara vel með þá hluti sem manni þykir vænt um í lífinu í staðinn fyrir að skaða þá. Eins og ástin, þá virðist hún alltaf vera yfirnáttúruleg, jafnvel þó að öll guðdómlega áætlunin sé tengd henni.

Maður sagði mér einu sinni að ef þú sérð fegurð sem sköpunarkraft, þá er það öruggt að einn daginn mun það sem þú skapaðir margfalda hjartað þitt á þúsund stöðum.

Að gefa svarta rós – af ást, þakklæti, von, virðingu, viðurkenningu eða afsökun… Þetta eru litlu sigrar hjartans, sigrar andans og viljans, sem er góð ástæða til þess að vakna á morgnanna.

Hjartað mitt senti mér stjörnuhrap í dag með þeirri ósk að Metanoa de la Rose muni halda áfram að tákna sigur sálarinnar á egóinu. Vegna þess að eina ríkið sem gerir manninn að kóngi er sálarríkið. Og eina valdið sem er nógu verðugt er krafturinn til þess að búa til betri heim, að gefa hluta af okkur sjálfum!

Hafa Samband

SAGAN MÍN


Ég er Ásdís Rán, einkafulltrúi fyrir Metanoa de la Rose á Íslandi.

Ég valdi Svörtu Rósina vegna þess að fyrir mig var það ást við fyrstu sýn. Hvernig getur svona mikil Fegurð og Dulúð fundist í einu blómi, velti ég fyrir mér… Fyrir mér er Metanoa hin fullkomna gjöf fyrir einhvern fullkominn. Hún er hin fullkomna gjöf fyrir sérstök tilefni. Mín ósk er að deila þessari fegurð með þér og öllum á Íslandi. Með Metanoa getur þú fangað fegurð andartaksins og gert það fullkomið.

Undirstaða Lífsins er umhyggja. Fegurð Lífsins er að gefa.

Vegna þess að Metanoa er það sem breytir hugsunarhætti þínum. Metanoa er breytingin sem allir þurfa á að halda í lífinu. Metanoa er Gjöfin sem er án ástæðu. Brosið þegar þú ert dapur. Leið til þess að segja „Afsakaðu mig“ þegar hin hliðin er röng. Hvað er langt síðan þú komst heiminum á óvart? Hvað er langt síðan þú komst sjálfum þér á óvart?

Vertu gjöfin sem er án tilefnis. Vertu sú breyting sem þú vilt sjá í heiminum. Vertu eina Svarta Rósin á meðal mörg þúsund Rauðra Rósa. Treystu Metanoa fyrir restinni.

Ég óska þér ást & hamingju.

Hafa Samband

VIÐ MUNUM GERBREYTA ÞVÍ HVERNIG ÞÚ SÉRÐ BLÓM.


Rós er rós er rós er rós…

Árið 1913. Þessi setning eftir Gertrude Stein í ljóði hennar Sacred Emily er endurtekin sem mantra, sem slagorð. Eftirmæli, bæði um höfundinn og alla Evrópu á millistríðstímabilinu. Við birtingu þess í Geography and Play markaði þessi setning takmörk milli Stríðsins og Ástarinnar. Milli viðskipta og sköpunargleði, pólitík og væntumþykju. Valið milli þess að vera rólegur eða að vera hugrakkur. Rós er rós er rós er rós… hefur tilgang, djúpa undirstöðu, himneskt flass af innblæstri.

Í dag er tilgangur Svörtu Metanoa Rósarinnar að sigrast á heiminum og að endurhugsa hverja skoðun. Þetta er leið til þess að setja línu milli daga af erfiðisvinnu og ljúfra kvölda þar sem maður nýtur ávaxtanna. Og enn fremur er þetta leið til þess að skuldbinda sig við ástríðu sína, að sýna honum/henni þakklæti.

Svarta Rósin hefur tilgang. Hún sameinar dauða og ást. Alveg eins og Osiris og Kristur risu aftur upp af ást, reis Svarta Metanoa Rósin upp úr ösku eldfjallsins, eins og að hún þyrfti að minna okkur á að það er meira til utan tíma, rúms, náttúrulegrar röðunar eða eðlisfræðilaga okkar.

Það gæti verið eitthvað meira til í heiminum, og hér er hún – í dag – með okkur. Allt í kringum okkur. Einn andardráttur, ósýnilegur ilmur í myrkrinu – Svarta Rósin.

About-me-2

ÞAÐ ER ENGIN ÖNNUR SVONA SVÖRT

Færðu Einhverjum Vott af Fágun!

Pantaðu í Dag í Síma: +354 77 27 229